Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Perlan og VSFK undirrita samkomulag
Mánudagur 2. október 2006 kl. 10:39

Perlan og VSFK undirrita samkomulag

Afreksíþróttamaðurinn Jóhann Rúnar Kristjánsson og Sigríður Kristjánsdóttir, eigandi Perlunnar ehf, undirrituðu á dögunum samkomulag þess efnis að félagsmenn Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur stunduðu sína líkamsrækt hja Perlunni. Jóhann starfar hjá VSFK  og æfir í Perlunni og hefur bætt á sig einum 10 kílóum af vöðamassa á þessu ári en hann slasaðist í bruna seint á síðasta ári. Um leið og hann gat tók hann til við að koma sér á ný í keppnisform og náði þessum góða árnagri í Perlunni.

Samkomulag Perlunnar og VSFK er að félagsmenn fá 20% afslátt af árskorti í líkamsrækt gegn staðgreiðslu og geta líka keypt þriggja mánaða kort og fengið þannig fjórða mánuðinn fríann. Einnig mun Perlan bjóða féglagsmönnum upp á fitumælingu og matarráðgjöf þeim að kostnaðrlausu.

VF-mynd/ Jóhann og Sigríður í Perlunni
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024