Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Pepsí-deildin: Suðurnesjaliðin hefja leik á morgun
Mánudagur 10. maí 2010 kl. 10:53

Pepsí-deildin: Suðurnesjaliðin hefja leik á morgun

Úrvalsdeild Íslandsmótsins í knattspyrnu, Pepsí-deildin, hefst í kvöld en Suðurnesjaliðin hefja leik á morgun. Þá fara Grindvíkingar í Garðabæinn og mæta þar Stjörnunni. Keflavíkingar munu hins vegar fara í Kópavog og mæta Breiðabliki. Leikurinn gegn blikum átti að vera heimaleikur Keflavíkur. Keflavíkurvöllur er hins vegar langt frá því að vera keppnishæfur, enda nýlagður torfi. Þá er áhorfendaaðstaða ekki tilbúin í Njarðvík, þar sem Keflvíkingar munu leika sína heimaleiki a.m.k. út júní.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Í annarri umferð Pepsí-deildarinnar munu Grindavík og Keflavík mætast í Grindavík í næstu viku.