Pepsi deildin í kvöld - Keflvíkingar fá Eyjamenn í heimsókn
Keflvíkingar fá Eyjamenn í heimsókn í kvöld í fimmtu umferð Pepsi deildar karla í knattspyrnu. Keflvíkingar eru með fjögur stig en ÍBV er með tvö stig.
Grindavík mætir svo nýliðum Selfoss í kvöld á Selfossvelli en Grindvíkingar sitja í botnsætinu með eitt stig eftir fjórðar umferðir en Selfoss er í sjötta sæti með sex stig en liðið hefur komið verulega á óvart.
Leikirnir hefjast venju samkvæmt klukkan 19:15.