Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Pepsí deildin hefst á sunnudag
Laugardagur 2. maí 2015 kl. 07:00

Pepsí deildin hefst á sunnudag

Keflavík tekur á móti Víkingum á Nettóvellinum

Keppni í Pepsi deild karla hefst á sunnudag þegar Keflvíkingar á móti Víkingum á Nettóvellinum.
 
Báðum liðum er spáð fyrir neðan miðja deild þetta tímabilið en Víkingar enduðu í 4. sæti deildarinnar í fyrra á meðan Keflvíkingar enduðu í því 8. og börðust fyrir lífi sínu í deildinni fram á haust. 
 
Talsverðar breytingar hafa átt sér stað á leikmannahópi Keflavíkur frá því í fyrra og ber þar hæst að nefna að Hólmar Örn Rúnarsson og Guðjón Árni Antoníusson hafa snúið aftur heim eftir farsæl ár hjá FH.
 
Þá hefur Alexander Magnússon gengið til liðs við Keflvíkinga frá Grindavík. Hinn ungi Indriði Áki Þorláksson kemur á láni frá FH og nýlega samdi liðið við unglingalandsliðsmanninn Pál Olgeir Þorsteinsson, en hann kemur frá liði Breiðabliks. Keflavíkingar hafa einnig fengið til sín markvörðinn Richard Arends.
 
Liðið hefur þá missti lykilmanninn Elías Ómarsson sem samdi við lið Valerenga í Noregi eftir síðasta tímabil.
 
Leikur Keflavíkur og Víkings hefst kl. 19:15 á Nettóvellinum á sunnudag.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024