Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Pepsi-deildin af stað í kvöld - Grindavík leikur inni
Mánudagur 2. maí 2011 kl. 09:52

Pepsi-deildin af stað í kvöld - Grindavík leikur inni

Þrátt fyrir ýmsar hindranir í formi veðurs undanfarið er ekkert því til fyrirstöðu að hefja hundraðasta Íslandsmóti karla í knattspyrnu í kvöld. Grindvíkingar taka þátt í sögulegum leik er þeir mæta Fylki í Kórnum í Kópavogi í kvöld en það mun vera fyrsti leikur í efstu deild karla sem fram fer innanhúss. Keflvíkingar taka á móti Stjörnumönnum á nýjum Nettóvelli sínum en hann er í afbragðs ásigkomulagi og kemur vel undan vetri. Báðir leikirninr hefjast klukkan 19:15 og fólk hvatt til þess að mæta og styðja við bakið á sínum mönnum, ekki ætti verðrið að aftra fólki, sérstaklega ekki í Kórnum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Grindvíkingar leika í Kórnum í Kópavogi í kvöld

VF Myndir: Efri mynd var tekin fyrir leik Keflavíkur og Reynis á dögunum og sú neðri var tekin í leik Grindvíkinga og Keflvíkinga fyrr í vetur

[email protected]