Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Peningar frá Meistaradeildinni koma að góðum notum á Suðurnesjum
Mánudagur 29. október 2018 kl. 08:50

Peningar frá Meistaradeildinni koma að góðum notum á Suðurnesjum

Liðin í Pepsi-deild fá rúmar fimm milljónir

Knattspyrnufélög á Suðurnesjum munu njóta góðs af hluta þeirra tekna sem Evrópska knattspyrnusambandið hafði af Meistaradeild Evrópu tímabilið 2017/18. Liðin sem léku í efstu deild karla, Grindavík og Keflavík fá í sinn hlut 5.299.290 króna. Grindvíkingar í Pepsi-deild kvenna fá 2.4 milljónir en karlalið Njarðvíkur í 1. deild fær sömu upphæð til afnota. Kvennalið Keflavíkur fær milljón.

Víðismenn og Þróttarar fá 1.5 milljónir hvor og Reynismenn fá milljón í sinn hlut.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Samtals fengu íslensk félög um 60 milljónir króna (miðað við gengi 23. október 2018) í sinn hlut til barna- og unglingastarfs.