Paul McShane leikur með Keflavík
Miðjumaðurinn Paul McShane mun leika með Keflvíkingum næsta sumar í Pepsi deild karla í knattspyrnu. Paul hefur undanfarið leikið með Aftureldingu en hann var í herbúðum Keflvíkinga árið 2010 þegar hann lék 10 leiki með liðinu.
Paul gerir eins árs samning við Keflvíkinga en áður hefur hann leikið með Fram og Grindavík lengstum af í efstu deild.