Paul McShane íþróttamaður Grindavíkur
Við hátíðlega athöfn í Saltfissetrinu í gær var Paul McShane valinn íþróttamaður Grindavíkur úr hópi 10 íþróttamanna sem tilnefndir voru. Í öðru sæti lenti Páll Axel Vilbergsson og þriðja sætið hreppti Berglind Anna Magnúsdóttir bæði körfuknattleiksfólk en Paul er knattspyrnumaður eins og flestir vita.
Grindvískt íþróttafólk hefur staðið sig hreint frábærlega á árinu sem er að líða og hafa margir verið valdir í landsliðs úrtöku bæði í körfu og fótbolta. 9. fl. kv. hrepptu bikarmeistaratitil í körfukn. á árinu og 3. og 4. fl. kv. í knattsp. náðu í íslandsmeistaratitil. Þá tóku átta einstaklingar þátt í sínum fyrsta landsleik ýmist í körfu eða fótbolta. Fimleikadeildin er að byrja sitt fyrsta starfsár og eru rúmlega 100 börn skráð til iðkunar.
Samkvæmt lauslegri áætlun eru um 500 börn og unglingar skráð til iðkunar hjá öllum deildum UMFG og hlýtur það að teljast ótrúlegur fjöldi því alls eru rúmir 500 nemendur í Grunnskóla Grindavíkur. Þess skal þó getið að mörg börn eru að æfa fleiri en eina grein. Engu að síður eru það engar ýkjur að kalla Grindavík íþróttabæ.
Grindvískt íþróttafólk hefur staðið sig hreint frábærlega á árinu sem er að líða og hafa margir verið valdir í landsliðs úrtöku bæði í körfu og fótbolta. 9. fl. kv. hrepptu bikarmeistaratitil í körfukn. á árinu og 3. og 4. fl. kv. í knattsp. náðu í íslandsmeistaratitil. Þá tóku átta einstaklingar þátt í sínum fyrsta landsleik ýmist í körfu eða fótbolta. Fimleikadeildin er að byrja sitt fyrsta starfsár og eru rúmlega 100 börn skráð til iðkunar.
Samkvæmt lauslegri áætlun eru um 500 börn og unglingar skráð til iðkunar hjá öllum deildum UMFG og hlýtur það að teljast ótrúlegur fjöldi því alls eru rúmir 500 nemendur í Grunnskóla Grindavíkur. Þess skal þó getið að mörg börn eru að æfa fleiri en eina grein. Engu að síður eru það engar ýkjur að kalla Grindavík íþróttabæ.