Pape skorar og skorar
Nýji sóknarmaður Grindvíkinga, Pape Mamadou Faye heldur áfram að skora en í gær áttust Grindvíkingar og Stjarnan við í fótbolta.net mótinu í knattspyrnu. Stjarnan hafði 3-1 sigur en Pape skoraði mark Grindvíkinga með hælspyrnu í lok fyrri hálfleik. Hann hefur nú skorað í fjórum leikjum í röð fyrir félagið.