Pálmi Rafn semur við Víking
Tveir Njarðvíkingar berjast um markvarðarstöðuna hjá Íslandsmeisturunum
Njarðvíkingurinn Pálmi Rafn Arinbjörnsson hefur samið við Íslandsmeistara Víkings til fjögurra ára en hann á að baki fjögurra ára dvöl með enska úrlvalsdeildarliðinu Wolverhamton Wanderers.
Hjá Wolves var Pálmi Rafn búinn að vinna sig upp í stöðu aðalmarkvarðar varaliðsins og þ.a.l. fjórði markvörður aðalliðsins. Hann á einnig að baki leiki með U18 liði félagsins.
Í samtali við knattspyrnumiðilinn Fótbolti.net segist Pálmi ekki hafa getað sagt nei við einu besta liði Íslands og hann sé spenntur að snúa heim. Pálmi segir jafnframt að margir hafi haft trú á honum hjá Wolves en sjálfur hafi honum ekki fundist hann vera að fá þau tækifæri sem hann hefði viljað fá.
„Þeir [Wolves] voru fyrst ekki viljugir að leyfa mér að fara. Ég var að standa mig vel úti og það voru menn sem höfðu mikla trú á mér, en ég sjálfur var ekki að sjá mikið plan hjá þeim. Þeir voru ekki að bjóða mér eins mikið tækifæri og ég var að sjá hér.
Pálmi Rafn kemur í stað Þórðar Ingasonar, varamarkvarðar Víkinga, sem lagði hanskana á hilluna fyrir skemmstu og hjá Íslandsmeisturunum hittir hann fyrir annan Njarðvíking, Ingvar Jónsson. Það er því nokkuð ljóst að tveir Njarðvíkingar munu berjast um stöðu aðalmarkvarðar Íslandsmeistaranna næsta sumar.
Hér að neðan má sjá viðtal Fótbolti.net við Pálma Rafn.