Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Páll valinn bestur á lokahófi Þróttar -myndir
Hinrik Hinriksson og Páll Guðmundsson sitt hvorum megin við Martein Ægisson, formann knattspyrnudeildar Þróttar
Miðvikudagur 16. september 2015 kl. 11:00

Páll valinn bestur á lokahófi Þróttar -myndir

Vogamenn fögnuðu sæti í 3. deild í fyrsta skipti í sögu félagsins

Lokahóf meistaraflokks Þróttar Vogum var haldið á laugardaginn með pomp og prakt í Tjarnarsalnum. Verðlaun voru veitt þeim leikmönnum sem þóttu skara frammúr með einum eða öðrum hætti og þá var stuðningsmaður ársins einnig heiðraður.

Mikil og góð stemmning var í hófinu og félagið að fagna því að hafa tryggt sér sæti deild ofar í fyrsta sinn í sögu félagsins á dögunum. Á meðal skemmtiatriða má nefna að Þorvaldur Örn kom og tók lagið fyrir sveitunga sína, Ari Eldjárn mætti á svæðið og tryllti liðið úr hlátri á sinn einstaka hátt og þá má ekki gleyma trúbadorunum Ívari og Magnúsi Hafdal sem mættu á svæðið og sungu fagra tóna.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Eftir verðlaunaafhendingu voru birtar myndir á risaskjá frá árunum 2008 - 2013 og var lagið „Farin“ með Skítamóral spilað undir. Voru Þróttarar að kveðja 4. deildina með formlegum hætti og um leið að þakka öllum þeim leikmönnum sem tóku þátt í þessu ferðalagi með þeim.

Hinar margfrægu grænu buxur aðstoðarþjálfara liðsins voru boðnar upp ásamt treyju fyrirliðan og þá fór á uppboð Þróttaratreyja sem Katrín Jónsdóttir fyrrverandi landsliðskona áritaði fyrir sinn síðasta landsleik á móti Sviss árið 2013. Rann allur ágóðinn til kvennaknattspyrnunnar í Vogum fyrir þá treyju.

Rúnar Arnarsson stjórnarmaður KSÍ hélt stutta tölu fyrir viðstadda og óskaði Þrótti til hamingju með árangurinn. Veislustjórn var í öruggum höndum Magnúsar Björgvinssonar sem að þótti sýna mikla lipurð. 

 

Verðlaun er veitt voru á lokahófi Þróttar Vogum

Besti leikmaður: Páll Guðmundsson

Mikilvægasti leikmaður: Páll Guðmundsson

Markakóngur: Andri Gíslason
Fallegasta markið: Andri Gíslason
Besti félaginn: Davíð Arthur
Besti leikmaður að mati stuðningsmanna:  Halldór Hilmisson

Stuðningsmaður ársins: Reynir Brynjólfsson

Þeir Hinrik Hinriksson og Páll Guðmundsson sæmdir viðurkenningu fyrir 50 spilaða leiki með félaginu og þá fékk Magnús Ólafsson kveðjugjöf en hann spilaði sinn síðasta leik á ferlinum sama dag og hófið fór fram.

Andri Gíslason varð markahæstur og átti einnig fallegasta mark sumarsins

Lokahófið var vel sótt

Marteinn Ægisson formaður knattspyrnudeildar, Magnús Ólafsson og Gunnar Helgason formaður Þróttar

Reynir Brynjólfsson hlaut útnefninguna „stuðningsmaður ársins“ og þótti vel að því kominn