Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Páll og Páll áfram í Grindavík
Miðvikudagur 3. maí 2006 kl. 13:59

Páll og Páll áfram í Grindavík

Páll Kristinsson verður áfram með körfuknattleiksliði Grindavíkur á næstu leiktíð en hann á eitt ár eftir af samningi sínum við félagið. Á heimasíðu Grindavíkur, www.umfg.is kemur fram að bæði Páll Kristinsson og Páll Axel Vilbergsson verði áfram hjá Grindavík á næstu leiktíð. Önnur leikmannamál í herbúðum Grindavíkur eru til skoðunar eins og sakir standa en koma ekki í ljós fyrr en að loknu ársþingi KKÍ um helgina þegar ákvörðun um leyfilegan fjölda erlendra leikmanna verður tekin.

 

 

 

 

 

 

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024