Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Fimmtudagur 28. september 2000 kl. 14:34

Páll og Guðni skutu flestar dúfur!

Fyrirtækjamót Skotdeildar Keflavíkur var haldið í síðustu viku. Þá voru skotnar 75 og 25 dúfur.Páll Guðmundsson, frá Söluumboði Heklu-Kjartan Steinarsson, var í fyrsta sæti, í úrslitum án forgjafar, með 79 dúfur. Guðni Pálsson, frá Nýsprautun, hreppti annað sætið með 77 dúfur. Árni Pálsson, frá Veiðislóð, var í 3. sæti með 59 dúfur og Árni Leifsson, frá Bókabúð Keflavíkur, í fjórða sæti með 47 dúfur. Guðni Pálsson var í fysta sæti í úrslitum með forgjöf en hann náði 87 dúfum. Páll Guðmundsson var í 2. sæti einnig með 87 dúfur. Árni Pálsson var í 3. sæti með 74 dúfur og Árni Leifsson náði 68 dúfum. Skotdeildin vill þakka styrktaraðilum sínum fyrir góðan stuðning.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024