Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Fimmtudagur 23. september 1999 kl. 15:01

PÁLL FRÁ LEIFTRI TIL KEFLAVÍKUR

Páll Guðmundsson fyrrum þjálfari Leifturs hefur verið ráðinn þjálfari úrvalsdeildarliðs Keflavíkur. Gengið var frá ráðningunni og skrifað undir tveggja ára ráðningarsamning í gærdag. Páll, sem skilaði Leiftri í 3. sæti Íslandsmótsins, hélt sinn fyrsta leikmannafund í gær og heldur tvær æfingar með Keflavíkurliðinu í dag og á morgun. Páli lýst vel á að vera kominn til Keflavíkur. Keflavíkurliðið mun í vetur búa við bestu aðstæður á Íslandi til þjálfunar innanhúss í nýju fjölnota íþróttahúsi.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024