Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Páll endurkjörinn formaður GG
Föstudagur 30. desember 2011 kl. 11:24

Páll endurkjörinn formaður GG

Aðalfundur Golfklúbbs Grindavíkur fór fram í gærkvöldi að viðstöddum um 30 félagsmönnum. Árið var viðburðarríkt hjá klúbbnum enda hafa miklar framkvæmdir staðið yfir á Húsatóftavelli sem stækkar í 18 holur næsta sumar.

Páll Erlingsson var endurkjörinn formaður GG en hann hefur starfað sem formaður frá árinu 2008. Tvær breytingar urðu á stjórn. Páll Þorbjörnsson gekk úr stjórn en í hans stað var Halldór Einir Smárason kjörinn í stjórn og Jóhann Ólafsson í varastjórn. Fram kom í máli formanns að rekstur klúbbsins hefði gengið vel í ár og framkvæmdir við stækkun vallarins gangi vonum framar.

Stjórn GG 2012:
Páll Erlingsson, formaður, Halldór Einir Smárason, Jón Júlíus Karlsson, Jón Guðmundsson, Jóhann Freyr Einarsson, Gunnar Oddgeir Sigurðsson og Sigvaldi Þorsteinsson.
Varamenn í stjórn: Friðrik Ámundason, Halldór Jóel Ingvason og Jóhann Ólafsson.


Nánar á Kylfingur.is


Mynd: Jón Júlíus Karlsson

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024