Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Páll Axel valinn íþróttamaður Grindavíkur
Fimmtudagur 11. mars 2004 kl. 09:51

Páll Axel valinn íþróttamaður Grindavíkur

Páll Axel Vilbergsson, leikmaður meistaraflokks í körfuknattleik var á þriðjudagskvöld valinn íþróttamaður Grindavíkur. Í öðru sætu varð Ólafur Örn Bjarnason, landsliðsmaður og leikmaður meistaraflokks í knattspyrnu og í þriðja sæti varð Guðjón Hauksson, pílukastfélagi Grindavíkur.
Við athöfnina sem haldin var í Saltfisksetri Íslands undirrituðu bæjarstjóri og formenn aðildarfélaga UMFG styrktarsamning Grindavíkurbæjar við UMFG og sagði Ólafur Örn Ólafsson bæjarstjóri við það tilefni að miðað við það sem hann hefði kynnt sér væri styrkur bæjaryfirvalda í Grindavík við íþróttaiðkun einn sá mesti á landinu.  Enda geta Grindvíkingar verið ánægðir með árangurinn þar sem 4. fl. kvenna í knattspyrnu eru íslandsmeistarar og 7. fl. kvenna í körfubolta eru íslandsmeistara og 9. fl. bikarmeistarar þannig að óhætt er að segja að fjárfestingin er góð.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024