Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Páll Axel með 30 stig
Fimmtudagur 16. september 2010 kl. 08:35

Páll Axel með 30 stig


Páll Axel Vilbergsson var sjóðheitur í gær þegar Grindavík lagði Hauka í Lengjubikarnum í körfuknattleik karla. Páll fór hamförum í fyrri hálfleik og skoraði 26 stig en alls skilaði hann 30 stigum í þennan sigur Grindvíkinga. Lokatölur urðu 89-86.
Grindvíkingar er þar með komnir í 8 liða úrslit þar sem þeir mæta nágrönnum sínum úr Njarðvík.
Andre Smith skoraði 27 stig fyrir Grindavík og átti níu stoðsendingar. Ómar Sævarsson skoraði 16 stig og hirti 11 fráköst.
Í liði Hauka var Semaj Inge í miklum ham, skoraði 32 stig, hirti átta fráköst og átti sex stoðsendingar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024