Páll Axel mætir á heimslóðir með Skallana
Grindvíkingurinn Páll Axel Vilbergsson sem var fyrirliði körfuknattleiksliðsins á síðustu leiktíð þegar það tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn, mætir í Röstina að nýju með liði sínu Skallagrími í kvöld. Þá mætast liðin í Lengjubikarnum kl. 19:15.
Páll Axel hefur verið sjóðandi heitur í upphafi móts fyrir Skallagrím og verður eflaust skrítin tilfinning fyrir hann að mæta sem gestur í Röstina þar sem hann var starfsmaður um árabil og þekkir hvern krók og kima. Skallagrímur og Grindavíkur eru bæði með fjögur stig í deildinni og því má búast við hörku leik.