Páll Axel íþróttamaður Grindavíkur 2004
Í gær fór fram útnefning íþróttamanns Grindavíkur í Saltfisksetrinu. Íþróttamaður Grindavíkur var valinn Páll Axel Vilbergsson, körfuknattleiksmaður. Í öðru sæti í valinu var Guðjón Hauksson pílukastari og í þriðja var Sinisa Valdimar Kekic, knattspyrnumaður.
Þá var Páll Guðmundsson og Bogi Rafn Einarsson heiðraðir fyrir fyrstu landsleiki sína í knattspyrnu. Þar að auki fengu 8. og 9. flokkar stúlkna í körfubolta viðurkenningu fyrir frábæran árangur þar sem þær urðu Íslands- og bikarmeistarar. 3. flokkur kvenna í knattspyrnu var einnig heiðraður fyrir Íslandsmeistaratign síðastliðið sumar.