Páll Axel í þriggja leikja bann
Páll Axel Vilbergsson, leikmaður körfuknattleiksliðs Grindavíkur hefur verið dæmdur í 3 leikja bann. Í dómi aganefndar er Páll ávíttur vegna framkomu sinnar á viðureign Grindavíkur og Hauka í unglingaflokki kvenna, en hann þjálfar lið Grindavíkur.
Páll tekur bannið út sem leikmaður eða þjálfari í öllum flokkum sem hann tekur þátt í.
VF-mynd/Þorgils