Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Páll Axel í stuði
Föstudagur 6. febrúar 2009 kl. 10:22

Páll Axel í stuði



Grindavík vann nokkuð auðveldan sigur á Þór í gærkvöldi þegar liðin mættust Eceland Express deild karla í körfuknattleik. Úrslit urðu 97 – 79 fyrir Grindavík. Leikurinn fór fram á Akureyri.

Páll Axel Vilbergsson var í miklu stuði í liði Grindvíkinga, skoraði 33 stig og þar af 20 í fyrri hálffleik. Hann lagði sjö 3ja stiga körfur og hirti sex fráköst.  Nick Bradford skoraði 26 stig og hirti níu fráköst.

Næsti leikur Grinvíkinga er á mánudaginn þegar þeir taka á móti KR, sem sitja í efsta sæti deildarinnar en Grindavík er í öðru sæti. Það má því búast við hörkuleik og miklu fjöri í Röstinni það kvöldið.

---

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

VFmynd úr safni /  Páll Axel Vilbergsson var í miklum ham í leiknum í gær.