Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Þriðjudagur 20. mars 2001 kl. 09:07

Páll Axel frábær í Grindavík

Grindvíkingar settu sálræna þvingu á Sauðkræklinga í beinni á Sýn á sunnudagskvöld er þeir gjörsigruðu Tindastól 85-58 í leik sem var jafnvel ójafnari en tölurnar gefa til kynna. Grindjánar sýndu allar sínar bestu hliðar þó enginn glæsilegri en Páll Axel Vilbergsson sem náði næstum þrefaldri tvennu, skoraði 15 stig, tók 10 fráköst, gaf 8 stoðsendingar og stal boltanum fjórum sinnum. Með tilkomu Billy Keys hefur gengið liðsis gjörsamlega snúist við og þeir ekki ólíklegri en hver annar að standa uppi sigurvegarar. Til þess þurfa þeir þó að taka næsta leik á heimavelli Tindastóls í kvöld og er það verðugt verkefni.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024