Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Páll Axel bætti met Guðjóns
Páll í leik með Grindvíkingum fyrir nokkru síðan. [email protected]
Fimmtudagur 23. janúar 2014 kl. 22:14

Páll Axel bætti met Guðjóns

Eins og við greindum frá í dag þá voru allar líkur á því að Grindvíkingurinn Páll Axel Vilbersson myndi slá met stórskyttunnar Guðjóns Skúlasonar, hvað varðar flestar þriggja stiga körfur í efstu deild karla í körfubolta. Páll Axel gerði sex þriggja stiga körfur í leik Skallagríms og Stjörnunnar í kvöld og er því búinn að bæta met Keflvíkingsins Guðjóns sem var 964 þriggja stiga körfur, en Páll er nú kominn upp í 970. Glæsilega gert hjá Grindvíkingnum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024