Páll áfram hjá Þrótturum
Þróttarar hafa samið við fyrirliða sinn Pál Guðmundsson en hann hefur leikið með liðinu síðustu fjögur ár og mun taka slaginn með Vogamönnum í 3. deildinni í fótboltanum.
Páll er miðjumaður og uppalinn Grindvíkingur. Páll hefur spilað 79 leiki fyrir Þrótt og skorað 44 mörk frá 2013 og er hann með leikjahæstu leikmönnum í sögu Þróttar. Páll hefur verið einn af máttarstólpum liðsins síðustu árin.