Pálína og Sigurður valin best
Lokahóf körfuknattleiksdeildar Keflavíkur var haldið í Toyotahöllinni síðastliðið miðvikudagskvöld. Pálína María Gunnlaugsdóttir og Sigurður Gunnar Þosteinsson voru valin bestu leikmennirnir að þessu sinni. Lokahófið tókst frábærlega vel en það byggðist fyrst og fremst á heimatilbúnum skemmtiatriðum.
Einnig var valið í úrvalslið Keflavíkur en það voru þau Pálína María Gunnlaugsdóttir, Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir, Bryndís Guðmundsdóttir, Hörður Axel Vilhjálmsson og Sigurður Gunnar Þorsteinsson.
Fleiri myndir frá lokahófinu má finna á ljósmyndavef Víkurfrétta með því að smella hér.
Mynd efst: Pálína Gunnlaugsdóttir var valin besti leikmaður Keflavíkur ásamt Sigurði Gunnari Þorsteinssyni sem var ekki viðstaddur á lokahófinu.
VF-Myndir: Siggi Jóns - [email protected]
Urvalslið Keflavíkur. Pétur aðstoðarþjálfari tók við verðlaununum fyrir Sigurð Gunnar.