Pálína: Hamingjusöm hjá Keflavík
Bakvörðurinn Pálína Gunnlaugsdóttir var einn þriggja leikmanna Keflavíkurkvenna í dag sem útnefndur var í úrvalslið fyrstu níu umferða deildarinnar. Með henni í úrvalsliðinu voru þær
,,Við erum greinilega að
,,Það eru margir í liðinu sem hafa stigið upp hjá okkur og nú er næsti leikur gegn KR. Ég hef góða tilfinningu fyrir leiknum þar sem KR er með mjög spennandi lið í ár og skemmtilegt að sjá þær spila,” sagði Pálína en hvernig hefur henni liðið hjá Keflavík það sem af er móti?
,,Það er bara búið að vera gaman hjá mér og ég held að þetta hefði ekki getað orðið betra. Stelpurnar eru æðislegar og Jonni þjálfari líka svo ég er bara mjög hamingjusöm hjá Keflavík og spennt fyrir framhaldinu,” sagði Pálína.
Pálína hefur leikið alla níu fyrstu mótsleikina með 13 stig að meðaltali í leik, 5,7 fráköst, 2,6 stoðsendingar og 2,4 stolna bolta. Þá hefur Pálína gert 18 þriggja stiga körfur í níu leikjum sem er mest allra leikmannanna í úrvalsliðinu.
VF-Mynd/ [email protected] - Pálína og Matthías Imsland framkvæmdastjóri Iceland Express við verðlaunaafhendinguna fyrr í dag.