Pæjur af Suðurnesjum stóðu sig vel á pæjumóti Þormóðs - Ramma
Keflavíkurstúlkur létu talsvert af sér kveða á pæjumóti Þormóðs Ramma - Sæbergs og KS um sl. helgi en Keflavík sendi fimm lið með um 50 stúlkum til leiks. Besta árangrinum náðu stúlkurnar í 5. flokki A-liða en þær urðu í 2. sæti. Þá sendu Grindvíkingar einnig lið á mótið og stóðu stúlkurnar sig mjög vel og komust í verðlaunasæti í þremur flokkum en besti árangur þeirra var í 3. flokki A-liða þar sem þær urðu í 2. sæti.
Mótið stóð yfir alla helgina og lauk með kvöldvöku á torginu þar sem hljómsveitin Spútnik hélt uppi stuðinu.
Úrslit
3. flokkur A:
1. HK/Víkingur
2. Grindavík
3. Fjarðarbyggð
3. flokkur B:
1. Haukar
2. Þór
3. Grindavík
4. flokkur A:
1. Fylkir
2. HK
3. Grindavík
5. flokkur A:
1. Fjölnir
2. Keflavík
3. HK
Mótið stóð yfir alla helgina og lauk með kvöldvöku á torginu þar sem hljómsveitin Spútnik hélt uppi stuðinu.
Úrslit
3. flokkur A:
1. HK/Víkingur
2. Grindavík
3. Fjarðarbyggð
3. flokkur B:
1. Haukar
2. Þór
3. Grindavík
4. flokkur A:
1. Fylkir
2. HK
3. Grindavík
5. flokkur A:
1. Fjölnir
2. Keflavík
3. HK