Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Óvíst með Stefán Örn
Fimmtudagur 6. október 2005 kl. 14:36

Óvíst með Stefán Örn

Stefán Örn Arnarson sem lánaður var frá Víkingi Reykjavík til Keflavíkur í sumar sagði við fotbolti.net í dag að óvíst væri með framhald hans hjá liðinu.

„Ég á eitt ár eftir af samningi mínum hjá Víkingi. Mín staða er algerlega óráðin. Þjálfaramál eiga eftir að skýrast í Víking og það eiga ýmis mál eftir að skýrast þar þannig að maður geti ímyndað sér almennilega skoðun hvað varðar framhaldið,“ sagði Stefán við fótbolti.net.

Stefán gerði 3 mörk í 8 leikjum fyrir Keflavík í Landsbankadeildinni á liðnu sumri.

Heimild: www.fotbolti.net



 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024