Óvíst hvort Kristinn leiki með í kvöld
Kristinn Pálsson, leikmaður Njarðvíkur í körfuknattleik, er ekki enn kominn með leikheimild með liðinu en Njarðvík á útileik við Val í Domino´s deildinni í kvöld. Körfuknattleisdeild UMFN vonast til þess að mál Kristins leysist bráðlega. Þetta kemur fram á heimasíðu UMFN.
Víkurfréttir höfðu áður greint frá því að ítalska liðið Stella Azzura krefðist uppeldisbóta fyrir Kristinn vegna náms sem hann stundaði í Bandaríkjunum.