Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Óvissa með McShane í sumar
Miðvikudagur 9. mars 2005 kl. 09:20

Óvissa með McShane í sumar

Óvíst er hvort skoski knattspyrnumaðurinn Paul McShane leiki með Grindavíkurliðinu í knattspyrnu í sumar. McShane hélt af landi brott um síðustu helgi en McShane hefur leikið síðustu sex árin með Grindavík, samtals 107 leiki, og hefur verið allt í öllu í miðjuspili Grindvíkinga.

Fram kemur á vef Morgunblaðisins að Milan Stefán Jankovic, þjálfari Grindvíkinga, sagði í gær að ástæða þess að McShane væri farinn til Skotlands hefði verið sú að hann var að skilja við konu sína, en hún er íslensk og býr í Grindavík.

,,Það er óvíst hvort McShane komi aftur en ég sagði við hann áður en hann fór út að gefa sér tíma til að hugsa málið. Vonandi kemur hann aftur því hann er góður liðsmaður og við megum alls ekki við því að missa fleiri menn. Hann lofaði mér því að ef hann kæmi aftur til Íslands þá myndi hann ekki spila með neinu öðru félagi en Grindavík," sagði Milan Stefán við morgunblaðið.


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024