Óvissa með McShane
Knattspyrnumaðurinn Paul McShane, sem leikið hefur með Grindvíkingum síðustu ár, á sem stendur í samningaviðræðum við Grindvíkinga um áframhaldandi veru hjá félaginu en hann er búsettur í Glasgow um þessar mundir. Frá þessu er greint í viðtali við Paul á www.umfg.is
Paul er við æfingar með Dumbarton þessa dagana og reyndi að komast til þeirra á lánssamning en Grindvíkingar studdu það ekki. Í viðtalinu við Paul kemur fram að hann eigi í samningaviðræðum við Grindavík en þær gangi ekki nægilega vel og því sé óvíst hvort hann leiki með félaginu á næstu leiktíð.
Náist samningar við Paul þá er hann væntanlegur til landsins í enda mars eða byrjun apríl.
Heimild: www.umfg.is