Óvissa með Gunnar Einarsson
Óvissa er með hvort Gunnar Einarsson, fyrirliði Keflvíkinga, leiki með Keflvíkingum gegn Grindavík í oddaleik liðanna næstkomandi miðvikudag. Gunnar snéri sig illa á upphafsmínútunum í viðureign liðanna á laugardag og er töluvert bólginn á ökkla. Samkvæmt vef Keflavikur eru taldar litlar líkur á að hann verði með á miðvikudaginn þó svo að menn útiloki ekki neitt. Gunnar er mikilvægur Keflavíkurliðinu og skoraði hann 19 stig gegn Grindvíkingum í fyrsta leik liðanna.