Overgaard til reynslu hjá Grindavík
Landsbankadeildarlið Grindavíkur er með danskan leikmann til reynslu hjá sér um þessar mundir. Sá heitir Morten Overgaard Nielsen og er að verða 30 ára en var síðast á mála hjá Roskilde í Danmörku.
Nielsen hefur einnig leikið með AB og Køge í heimalandi sínu. Nielsen mun leika æfingaleik með Grindvíkingum á morgun og í kjölfarið verður ákveðið hvort Grindvíkingar semja við hann eða ekki.
Grindvíkingar eru í 3. sæti Landsbankadeildarinnar og leika næst gegn Fylki á Grindavíkurvelli á þriðjudag.
www.fotbolti.net