Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Óvænt uppákoma á æfingu hjá Víði
Bónorð á Nesfiskvellinum. Myndir/Facebook-síða Joaquin Ketlun
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
miðvikudaginn 19. júlí 2023 kl. 09:46

Óvænt uppákoma á æfingu hjá Víði

Það varð heldur betur óvænt uppákoma á Víðisvelli í gær þegar unnusta Joaquin Ketlun, markvarðar og fyrirliða liðsins, gekk inn á völlinn á miðri æfingu meistaraflokks og bað hann að giftast sér.

Ketlun segir á Facebook-síðu sinni: „Einn af mikilvægustu dögum lífs míns. AUÐVITAÐ VIL ÉG ÞAÐ.“

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024
Víðisfjölskyldan hjálpaðist að við að gera stundina ógleymanlega.

Liðsfélagar Ketlun voru samsekir í undirbúningi bónorðsins og eftir æfingu var boðið til veislu í Víðisheimilinu. Joaquin Ketlun þakkaði liðsfélögum sínum og starfsmönnum liðsins fyrir að veita þeim þessa ómetanlegu stund.

„Ég mun aldrei gleyma þessu augnabliki. Ég elska þig og já, ég vil giftast þér, án umhugsunar. Þú ert einstök, þú ert sérstök,“ sagði brúðguminn verðandi að lokum í færslu sinni.

Á Facebook-síðu Ketlun má sjá myndskeið af þessari rómantískustu stund í sögu Nesfiskvallarins.