Ótrúlegur viðsnúningur Njarðvíkinga
Sigruðu úrvalsdeildarlið KR í bikarnum
Njarðvíkingar unnu ótrúlegan sigur á KR, í átta liða úrslitum bikarkeppni kvenna í körfubolta í kvöld. Njarðvíkingar, sem leika í 1. deild, sýndu einstakan kraft og elju, þegar þær unnu upp 14 stiga forskot úrvalsdeildarliðins i seinni hálfleik og tryggðu sér sæti í undanúrslitum.
Staðan var 16-30 fyrir KR í hálfleik, en eins og tölur gefa til kynna gekk lítið hjá Njarðvíkingum í sóknarleiknum. Þriðja leikhluta unnu heimakonum hinsvegar 17-7 og leikurinn því orðinn jafn og spennandi. Með eindæma baráttu og góðri vörn náðu Njarðvíkingar svo að jafna leikinn þegar rúmar þrjár mínútur lifðu af leiknum. Þær grænklæddu skoruðu svo 14 síðustu stig leiksins og unnu 56-49, og stemningin rosaleg í Ljónagryfjunni.
Njarðvík-KR 56-49 (11-16, 5-14, 17-7, 23-12)