Ótrúlegur lokasprettur Grindavíkur tryggði stig - video
Grindvíkingar náðu 3-3 jafntefli gegn Selfossi í kvöld í Pepsi-deild karla en liðin mættust á Selfossi. Heimamenn náðu 3-1 forystu í leiknum en Grindvíkingar áttu ótrúlegan endasprett.
Þeir minnkuðu muninn á 87. mínútu með marki sem Alexander Magnússon skoraði og svo jafnaði Óli Baldur Bjarnason leikinn fyrir Grindavík í þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma.
Selfoss 3-3 Grindavík
1-0 Jón Daði Böðvarsson 14.mín.
1-1 Matthías Örn Friðriksson 27.mín.
2-1 Ólafur Karl Finsen 47.mín.
3-1 Stefán Ragnar Guðlaugsson 75.mín.
3-2 Alexander Magnússon 87.mín.
3-3 Óli Baldur Bjarnason 92.mín.
Viðtalið við Guðjón Þórðarson er birt með góðfúslegu leyfi frá Sport.is
Ljósmynd: Sport.is