Atnorth
Atnorth

Íþróttir

Ótrúlegir yfirburðir!
Fimmtudagur 10. janúar 2008 kl. 21:37

Ótrúlegir yfirburðir!

Ekki er ofsagt að Njarðvíkingar hafi unnið stórsigur á Þór Akureyri þegar liðin öttu kappi í Ljónagryfjunni í kvöld. Lokatölur voru 139-90 Njarðvíkingum í vil þar sem allir leikmenn fóru á kostum. 
Enginn þó í líkingu við Brenton Birmingham sem átti ótrúlegan leik og var t.a.m.  kominn með 16 stig eftir rúmlega fjórar mínútur.

Eftir leikinn eru Njarðvíkingar komnir upp í 4. sæti Iceland Expressdeildarinnar, fjórum stigum á eftir toppliðum KR og Keflavíkur.

Vf-mynd/Þorgils- Ágúst Dearborn skorar yfir Cedrick Isom.
Bílakjarninn
Bílakjarninn