Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Föstudagur 4. febrúar 2000 kl. 11:44

Ótrúleg sigurganga kvennaliðs Keflavíkur í körfubolta

Kvennalið Keflvíkinga á þvílíka sigurgöngu að baki í bikarkeppninni að segja má að án þeirra sé enginn bikarúrslitaleikur. Kristni Einarssyni, þjálfara, hefur tekist að koma liðinu aftur á toppinn eftir slakt gengi í fyrra (líklegast versta ári Keflavíkurstúlkna í tvo áratugi) og verða stúlkurnar hans að teljast sigurstranglegri á laugardag. Liðin hafa mættst þrisvar í deildinni í vetur og Keflvíkingar sigrað í öllum leikjunum með rúmlega 12 stiga mun. Tveggja manna sveit Stúdínur leiða þær Hafdís Helgadóttir (10,4 stig)og Kristjana Magnúsdóttir (11,9 stig) og léku þær t.a.m báðar 40 mínútur í síðasta leik liðanna á dögunum. Ekki má þó gleyma Keflvíkingnum fyrrverandi Júlíu Jörgensen sem getur sallað niður þriggja stiga körfum. Ljóst er að lykilleikmenn liðsins þurfa hreinlega að eiga stjörnuleik til að liðið eigi einhverja möguleika á að setja hroll að leikreyndum Keflvíkingum. Alda Leif loks réttum megin Keflvíkingurinn Alda Leif Jónsdóttir lék áður með ÍS og mætti sem slík Keflvíkingum í bikarúrslitaleiknum 1998 en þá sigruðu Keflvíkingar 70-54. Hún er nú einn máttarstólpinn í liði Keflvíkinga og vonar eflaust að úrslitin verði eftir bókinni, Keflavík sigrar ÍS í bikarnum. Ekki er Kristni Einarssyni einum að þakka endurkomu Keflvíkinga á toppinn í kvennaboltanum því endurkoma Erlu Þorsteinsdóttur úr námi frá Bandaríkjunum á einnig mikinn þátt í velgengni liðsins í vetur. Auk þess flutti einn besti leikmaður Njarðvíkinga sig á milli íþróttahúsa er Eva Stefánsdóttir bættist í leikmannahópinn. Þá hefur endurkoma Kristínar Þórarinsdóttur styrkt liðið. Gríðarlega jafnt lið Keflavíkurstúlkur tefla fram mörgum góðum leikmönnum sem má vel sjá á tölulegum staðreyndum. Fjórir leikmenn liðsins eru með meira en 10 stig að meðaltali, Erla Þorsteinsdóttir (16,2), Birna Valgarðsdóttir (13,1), Anna María Sveinsdóttir (12,8) og Kristin Blöndal (11,4). Alda Leif Jónsdóttir er þeirra þjófóttust með 4,4 stolna bolta á leik auk þess sem hún blokkar 2,9 skot á leik, bakvörðurinn sjálfur. Þetta eru tölur sem Shaq, Mutombo og hinir sjöfetarisarnir í NBA deildinni væru stoltir af.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024