Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Föstudagur 27. ágúst 1999 kl. 20:42

ÓTRÚLEG ÓHEPPNI

Grindvíkingar geta ekki þakkað lukkudísunum 2-2 jafnteflið og Víkingar geta þakkað Gunnari S. Magnússyni, markverði, stigið sem þeir höfðu með sér heim. Grindvíkingar voru einráðir í leiknum allt þar til Jón Grétar kom Víkingum í 1-0. Víkingar komust inn í leikinn en voru samt ljónheppnir þegar Jón Grétar bætti öðru marki, eftir háðuglegan misskilning varnarmanna Grindavíkur, við rétt fyrir hálfleik. Á 57. mínútu seinni hálfleiks setti Jankowich, þjálfari Grindvíkinga, þá Hjálmar Hallgrímsson og Duro Mijuskovic inn á og breyttist leikur heimamanna í kjölfarið. Grétar minnkaði muninn úr vítaspyrnu á 71. mínútu og Hjálmar Hallgrímsson jafnaði með sannkölluðu þrumuskoti eftir þunga pressu grindvískra og nokkrar hornspyrnur í röð þar sem boltinn hafði ratað í slá og stöng Víkingsmarksins. Eftir að komið var fram yfir venjulegan leiktíma fengu Grindvíkinga í tvígang tækifæri til að skora en í bæði skipti skölluðu Víkingar af marklínu. „Þetta var alveg ótrúlegt á lokamínútunum“ sagði markaskorarinn Hjálmar Hallgrímsson í leikslok. „Það var alveg með ólíkindum hvernig þeim tókst að koma boltanum frá markinu hvað eftir annað. Jú, jú það var sætt að skora mark en betra hefði verið ef markið hefði tryggt okkur þrjú stig. Nú verðum við að breyta út af venjunni og taka öll stigin í Keflavík næsta laugardag.“
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024