Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Ótrúleg endurkoma Njarðvíkinga
Föstudagur 22. janúar 2016 kl. 21:29

Ótrúleg endurkoma Njarðvíkinga

Háspenna og dramatík í Keflavík

Njarðvíkingar unnu sterkan sigur á grönnum sínum úr Keflavík á útivelli eftir að hafa verið undir með 15 stigum fyrir síðasta leikhluta. Njarðvíkingar áttu magnaða endurkomu og unnu 86:92 eftir að hafa sigrað síðasta leikhluta 16:31.

Leikurinn var jafn í fyrri hálfleik en Keflvíkingar virtust ætla að landa sigri í þriðja leikhluta. Njarðvíkingar virkuðu þá þreyttir og pirraðir. Það átti þó eftir að breytast og taflið snerist við. Lokamínútnar voru æsispennandi og á tímabili ætlaði allt um koll að keyra í stúkunni sem var þéttsetin.

Haukur Helgi fór fyrir Njarðvíkingum með 24 stig og 12 fráköst og Atkinson sem virkaði ryðgaður í upphafi, hristi af sér slenið og setti 18 stig og 10 fráköst.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Bandaríkjamennirnir Reggie og Earl voru bestir Keflvíkinga, Reggie með 22 stig og spilaði frábæra vörn að vanda, á meðan Earl skilaði 19 stigum og 13 fráköstum.

Keflavík-Njarðvík 86-92 (21-23, 22-16, 27-22, 16-31)

Keflavík: Reggie Dupree 22/4 fráköst, Earl Brown Jr. 19/13 fráköst, Magnús Már Traustason 12/6 fráköst, Valur Orri Valsson 10/8 stoðsendingar, Magnús Þór Gunnarsson 8, Davíð Páll Hermannsson 7/6 fráköst, Guðmundur Jónsson 4/5 fráköst, Ágúst Orrason 4/8 fráköst.

Njarðvík: Haukur Helgi Pálsson 24/12 fráköst/6 stoðsendingar, Jeremy Martez Atkinson 18/10 fráköst, Logi  Gunnarsson 17, Oddur Rúnar Kristjánsson 12/4 fráköst, Hjörtur Hrafn Einarsson 10, Ólafur Helgi Jónsson 9/4 fráköst, Jón Arnór Sverrisson 2.