Ótrúleg endurkoma Njarðvíkinga
Njarðvik gerðu 4 - 4 jafntefli á Ólafsfirði í gærkvöldi eftir að hafa verið 4-1 undir á tímabili.
Njarðvikingar náðu forystunni með marki Kristins Björnssonar. Heimamenn náðu svo að svara með næstu fjórum mörkum á rúmlega 20 mínútna kafla og staðan orðin 4-1 eftir tæplega klukkutíma leik.
Andri Fannar Freysson minnkaði muninn í 4-2 og hóf endurkomu Njarðvíkinga eftir rúmlega 70 mínútur.
Einar Marteinsson reyndist svo hetja Njarðvíkinga en hann skoraði tvö síðustu mörk leiksins og það síðara í blálokin.
Njarðvíkingar börðust vel og náðu í dýrmætt stig sem virtist glatað.
Myndir: Andri Fannar Freysson að ofan og Einar Marteinsson á neðri myndinni hægra megin ásamt Guðmundi Rúnari Jónssyni.