Óskar yfirgefur líklega Grindvíkinga
Óskar Pétursson mun að öllum líkindum ekki verja mark Grindvíkinga næsta sumar í 1. deild karla í knattspyrnu. Óskar er á leið til Svíþjóðar þar sem hann mun leggja stund á nám. Morgunblaðið greinir frá þessu í dag. „Þetta er ein erfiðasta ákvörðun sem ég hef tekið, enda hefur maður staðið í þessu síðan maður man eftir sér. Þetta er enn erfiðara vegna þess hve miklar taugar ég hef til Grindavíkur, og líka leiðinlegt því mér líst svo vel á hvað er í gangi hjá liðinu núna,“ sagði Óskar í samtali við mbl.