Óskar Pétursson fingurbrotinn
Óskar Pétursson, markvörður Grindvíkinga í 1. deild karla í knattspyrnu, fingurbrotnaði í leik liðsins gegn Leikni R. um síðustu helgi. Ljóst er að Óskar verður ekki með Grindvíkingum gegn Selfyssingum í 1. deildinni á morgun af þeim sökum.
Þá er óvíst hvort hann verði klár í slaginn gegn Fjölni í næstu viku. Benóný Þórhallsson og Ægir Þorsteinsson munu keppast um markvarðarstöðuna í fjarveru Óskars.
Grindvíkingar eru á toppnum í 1. deildinni í augnablikinu, tveimur stigum á undan næstu liðum.