Óskar Pétursson fer með til Danmerkur
Grindvíkingurinn Óskar Pétursson er eini Suðurnesjamaðurinn sem fer með Íslendingum á Evrópumót U-21 landsliða í knattspyrnu sem hefst nú 11. júní. Áður voru Jósef Kristinn Jósefsson Grindvíkingur og atvinnumaður í Búlgaríu, Ingvar Jónsson Njarðvíkingur sem leikur með Stjörnunni og Einar Orri Einarsson sem leikur með Keflavík einnig í hópnum en nú hefur endanlegur 23 manna hópur verið valinn og er Óskar einn af þremur markvörðum liðsins.