Óskar Örn verður með Grindavík í sumar
Knattspyrnumaðurinn Óskar Örn Hauksson hefur gengið til lið við Grindvíkinga fyrir átökin í Landsbankadeildinni í sumar. Óskar Örn, sem er aðeins 19 ára, lék með Njarðvík í fyrstu deildinni síðastliðið sumar og var um tíma á mála hjá Sogndal í Noregi en ákvað að snúa aftur heim til Íslands og leika með Grindvíkingum.