Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Óskar Örn tryggði sigur á Vestra
Óskar Örn réttur maður á réttum stað. VF/Hilmar Bragi
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
sunnudaginn 28. maí 2023 kl. 10:45

Óskar Örn tryggði sigur á Vestra

Grindvíkingar hafa ekki enn fengið á sig mark í Lengjudeild karla í knattspyrnu og eru jafnir Fjölni að stigum á toppi deildarinnar. Grindavík mætti Vestra á Ísafirði í gær og vann 2:0, fyrirliðinn Óskar Örn Hauksson skoraði bæði mörk Grindavíkur.

Leikur Vestra og Grindvíkur hefði átt að fara fram á laugardeginum en var frestað vegna vallaraðstæðna. Aðstæður í gær voru erfiðar, vindur og völlurinn þungur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Fyrri hálfleikur snerist mikið um stöðubaráttu og fátt markvert gerðist í raun og veru. Vestramenn virtust vera að ná betri tökum á leiknum eftir því sem á leið en í blálok fyrri hálfleiks sóttu Grindvíkingar, Dagur Hammer Gunnarsson átti þá sendingu inn í teiginn á Óskar Örn sem afgreiddi boltann í netið (45').

Vestri pressaði meira í seinni hálfleik en gestirnir voru skipulagðir í vörninni og bægðu hverri hættunni frá af annarri. Það var því svolítið gegn gangi leiksins að Grindavík skildi skora en Óskar sótti upp, gaf á Dag sem varnarmaður Vestra braut á innan teigs og vítaspyrna dæmd. Óskar fór á punktinn og gulltryggði sigur Grindavíkur (85').

Agaður varnarleikur aðalsmerki Grindavíkur.

Adam Árni skoraði með hjólhestaspyrnu

Adam Árni Róbertsston tryggði Þrótti sigur á KF í 2. deild karla þegar leikið var í Vogum í gær. Markið kom í byrjun leiks (2') og var glæsileg hjólhestaspyrna. Það reyndist ráða úrslitum því fleiri urðu mörkin ekki.+

Þróttur hefur nú unnið tvo síðustu leik en Þróttarar byrjuðu mótið á tapi og svo jafntefli. Þeir sitja í fjórða sæti eftir fjórar umferðir, Haukar eiga þó leik til góða og gætu komist upp fyrir Þrótt með sigri.