Óskar og Valtýr í 4. sæti á heimavelli
Þriðja umferð í Pirelli mótaröðinni í rallakstri fór fram á Reykjanesi um síðustu helgi þar sem systkynin Ásta og Daníel Sigurðarbörn höfðu sinn þriðja sigur í röð á mótaröðinni. Jón Bjarni Hrólfsson og Borgar Ólafsson duttu út úr keppninni en þeir Óskar Sólmundarson og Valtýr Kristjánsson höfnuðu í 4. sæti.
Daníel og Ásta komu í mark á sigurbílnum á tímanum 56,36 mín. en í öðru sæti
Óskar og Valtýr luku keppni á tímanum 1.03:27 klst. en þeir félagar aka á Subaru Impresu. Jón Bjarni og Borgar veltu bíl sínum og duttu þ.a.l. úr keppninni en Jón Bjarni sagði í samtali við vf.is að þá félaga hafi ekki sakað í veltunni.
„Við skárum eina beygjuna aðeins of mikið og fórum upp á smá hól á um 160 km. hraða og misstum því af næstu beygju þar á eftir og veltum bílnum út af. Bíllinn er samt ótrúlega lítið skemmdur því við fórum eina veltu í mjúkum jarðvegi, skemmdirnar eru aðallega að framan og framrúðan fór úr bílnum og því gátum við ekki haldið áfram keppni,” sagði Jón Bjarni en samkvæmt reglum LÍA er bannað að keyra í rallakstri án framrúðu.
Næsta rall fer fram á Sauðárkróki þann 21. júlí og segir Jón Bjarni að þeir Borgar mæti þá aftur galvaskir til leiks. „Við erum byrjaðir að rífa bílinn í sundur og laga hann og bíllinn ætti að vera klár eftir 2-3 vikur. Við mætum sprækir til leiks á Sauðárkróki og þetta bakslag dregur ekkert úr okkur.”
VF-mynd/ Ellert Grétarsson – [email protected] - Frá rallinu um helgina.