Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Óskar og Ingibjörg íþróttamenn Grindavíkur
Sunnudagur 1. janúar 2012 kl. 14:10

Óskar og Ingibjörg íþróttamenn Grindavíkur

Þau Óskar Pétursson og Ingibjörg Yrsa Ellertsdóttir voru kjörin íþróttamenn ársins hjá Grindavík þetta árið.

Ingibjörg Yrsa er mjög fjölhæfur íþróttamaður enda var hún tilnefnd af bæði knattspynu og körfuknattleiksdeild hjá félaginu. Hún hefur leikið með yngri landsliðum Íslands bæði í fótbolta og körfubolta.

Óskar Pétursson stóð sig manna best með meistaraflokki karla í knattspyrnu í sumar og var auk þess í U-21 landsliðshópnum sem keppti í úrslitum EM í Danmörku í vor.

Ingibjörg fékk 81 stig af 100 mögulegum og Óskar 79. Þetta er þriðja árið í röð sem kjörið er kynjaskipt hjá Grindvíkingum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024