Óskar kveikti vonarneista hjá sínum mönnum
Grindvíkingar féllu í dag úr Landsbankadeild niður í 1. deild eftir 1-1 jafntefli á Grindavíkurvelli gegn Íslandsmeisturum FH. Það var Allan Dyring sem gerði mark FH á 72. mínútu leiksins með glæsilegu skallamarki eftir góða fyrirgjöf.
Óskar Örn Hauksson jafnaði metin á 86. mínútu leiksins og kveikti vonarneista hjá sínum mönnum en það dugði ekki til.
Hér gengur hann af velli þegar ljóst var að sætið í Úrvalsdeildinni yrði ekki tryggt.
VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson