Óskar í Stálnes færði Reyni Vallarklukku
Herrakvöld Reynis fór fram á dögunum þar sem Óskar Einarsson kom færandi hendi. Óskar afhenti formlega á herrakvöldinu glæsilega vallarklukku sem tekin verður í notkun á komandi knattspyrnusumri.
Óskar sem er einn af stærstu styrktaraðilum Reynis minntist á það við afhendinguna að hann hefði einungis keypt perur til að lýsa upp tölur heimamanna en á heimasíðu Reynis kemur fram að knattspyrnudeildin neyðst víst til þess að setja upp perur fyrir gestaliðin líka.
Það var nýkjörinn formaður ksd. Reynis, Guðmundur Skúlason, sem tók við klukkunni úr höndum Óskars og færði honum bestu þakkir fyrir hönd allra fótboltaunnenda í Sandgerði.
Mynd: www.reynir.is – Óskar og Guðmundur við afhendinguna.